Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 6. október 1999 kl. 19:50

NÁMSKEIÐ FYRIR SLÖKKVILIÐSMENN HALDIÐ Í REYKJANESBÆ

Vikuna 4.-10 október fer fram Námskeið fyrir slökkviliðsmenn 1. Námskeiðið er á vegum Brunamálastofnunar Íslands en Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og Slökkvilið Reykjavíkur tekur að sér að halda það. Samskonar námskeið verður haldið aftur í lok nóvember í Reykjanebæ. Eftir áramót stendur til að halda fleiri slík námskeið, en þá verður Námskeið fyrir slökkviliðsmenn 2 haldið í Reykjavík og á Akureyri. Í framhaldinu eru fyrirhugað að halda Námskeið fyrir slökkviliðsmenn 3 á tækni- og stjórnunarbraut. Starfsmenn Slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja sjá um kennslu í þeim hluta sem er haldinn hér suðurfrá en slíkt fyrirkomulag, þ.e. að atvinnuslökkviliðin taki að sér að halda námskeið, er frumraun á þessu sviði. „Í reglugerð um störf slökkviliðsmanna er kveðið á um að slökkviliðsmenn í atvinnuliðum ljúki grunnnámskeiðum í slökkviliðsfræðum, þ.e. námskeiði1, 2 og 3, og slökkviliðsmenn í hlutastarfi námskeiði 1. Að loknum námskeiðum þurfa menn að vinna í slökkviliði í ákveðinn tíma áður en þeir geta sótt um löggildingu til Umhverfiráðuneytisins. Þetta er í fyrsta sinn sem Brunavarni Suðurnesja standa fyrir svo viðamiklu námskeiði”, sagði Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024