Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Námskeið fyrir 13 til 15 ára unglinga á Suðurnesjum
Þriðjudagur 12. júní 2018 kl. 07:06

Námskeið fyrir 13 til 15 ára unglinga á Suðurnesjum

Í fyrsta skipti á Suðurnesjum verður haldið Dale Carnegie námskeið fyrir 13-15 ára unglinga dagana 25. júní til 4. júlí.

Námskeiðið fer fram í Fjölskylduseterinu í Reykjanesbæ og stendur frá kl. 13 til 16.30.
Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi segir mikilvægt fyrir unga fólkið okkar að læra aðferðir til að auka sjálfstraust sitt og efla samskiptafærni og leiðtogahæfileika.

„Við lærum að meta okkur út frá eigin verðleikum í stað þess að bera okkur saman við aðra. Eflum leiðtogafærni okkar og styrkjum okkur í félagslegum samskiptum. Við lærum að setja okkur markmið og þjálfum færni sem gerir okkur kleift að ná þeim eins og dugnað, eldmóð og ábyrgð,“ segir í kynningu frá Dale Carnegie.

Sérstakur kynningartími verður í Fjölskyldusetrinu í Reykjanesbæ 14. júní kl. 19. Skráning á www.dale.is/ungtfolk

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024