Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nammið skilar milljónum til líknarmála
Lionessur vilja þakka kærlega fyrir veittan stuðning.
Miðvikudagur 22. nóvember 2017 kl. 05:00

Nammið skilar milljónum til líknarmála

-Lionessur selja sælgætiskransa

Hin árlega söfnun Lionessa er nú hafin, en konurnar í Lionessuklúbbi Keflavíkur fara árlega fyrir jólin í fyrirtæki og til einstaklinga og selja veglega jólakransa sem hnýttir eru með sælgætismolum. Allur ágóði sölunnar rennur svo til líknarmála.

„Það gengur rosalega vel að selja og við erum byrjaðar á fullu. Rúmum tveimur milljónum var veitt til félaga og einstaklinga síðastliðið ár,“ segir Gunnþórunn Gunnarsdóttir, en Lionessur vonast til þess að vel verði tekið á móti þeim eins og alltaf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mikil vinna liggur að baki hverjum kransi. Búa þarf til hringina, slaufur hnýttar á og konfektið svo í kjölfarið, en fjölmargir sælgætismolar eru á hverjum kransi sem skipta hundruðum.

Frá stofnun klúbbsins hafa Lionessur styrkt einstaklinga og félög í samfélaginu. Lionessuklúbbur Keflavíkur er eini Lionessuklúbbur landsins en hann er hluti af Lions-hreyfingunni og Lionsklúbbur Keflavíkur er föðurklúbbur Lionessuklúbbsins. Þær eru á öllum aldri en sú yngsta er 41 árs og elsta 86 ára. Allar konur eru velkomnar í klúbbinn en þær sem hafa áhuga á að ganga í hann er bent á að hafa samband. Lionessur vilja þakka kærlega fyrir veittan stuðning.

Fyrir þá sem vilja panta sælgætiskrans frá Lionessum í Keflavík er hægt að hringja í eftirfarandi þrjú símanúmer: Ása 8537018, Ásta 8653775 og Gunnþórunn 8951229.