Nammiáti sagt stríð á hendur
Nammiát á diskótekum í Garði fyrir yngstu börnin kom til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsnefnd Garðs nú á dögunum. Þar kom fram að vegna óska frá foreldrum voru skilaboð sett á dagskrá um æskulýðsstarfið í Garði, sem dreift var í hús, að bannað væri að koma með nammi og gos á diskótekin. Segir í fundargerðinni að nefndin lýsir ánægju sinni með að verið sé að taka á þessum þætti.