Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nám í flugvirkjun hefst á Íslandi
Miðvikudagur 5. nóvember 2008 kl. 16:24

Nám í flugvirkjun hefst á Íslandi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Icelandair Technical Services (ITS) og Keilis á Vallarheiði. Felur hann í sér að fyrirtækin munu í sameiningu hefja kennslu í flugvirkjun í september á næsta ári. Hér er sannarlega um merk tímamót í íslenskri flugsögu að ræða því síðustu áratugi hafa nemendur þurft að sækja nám í flugvirkjun til útlanda.

Kennt verður eftir almennum og viðurkenndum alþjóðlegum reglum ("EASA Part-147“) og munu nemendur að námi loknu öðlast full réttindi flugvirkja. Atvinnumöguleikar eru töluverðir víða um heim því nám þetta er alþjóðlegt.

Unnið er að öflun fullra heimilda og lánshæfi hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Gert er ráð fyrir því að inntökuskilyrði verði þau að nemendur hafi lokið grunnnámi málmiðna eða sambærilegu námi. Nánari upplýsingar verða birtar í janúar en áhugasamir geta strax skráð nöfn sín á www.keilir.net.