Naktir golfarar að Ásbrú
Þrír ungir menn sáust spila golf á nýjum golfvelli að Ásbrú í Reykjanesbæ í morgun. Það eru svo sem ekki tíðindi að menn spili golf en þeir sem spiluðu Ásbrúarvöllinn í morgun voru allir naktir, að sögn vitnis sem hafði samband við Víkurfréttir.
Golfspilararnir nöktu hafa svo sem ekkert þurft að kvarta undan kulda við spilamennskuna því um hádegið mældist 18 stiga hiti að Ásbrú. Hvort það var vegna hitans í morgun að mennirnir voru naktir skal ósagt látið.