Heklan
Heklan

Fréttir

Nakinn maður sem veifaði „tóli“ sínu fannst ekki
Sunnudagur 12. júní 2005 kl. 11:24

Nakinn maður sem veifaði „tóli“ sínu fannst ekki

Nú undir morgun var tilkynnt til Lögreglunnar í Keflavík að nakinn maður væri að veifa „tóli“ sínu á Aðalgötu í Reykjanesbæ. Hann fannst ekki.
 
Óskað var eftir aðstoð Lögreglunnar í Keflavík tvívegis að skemmtistaðnum Traffic í nótt. Klukkan 04:19 var óskað eftir lögreglu að skemmtistaðnum Traffic við Hafnargötu. Þar hafði stúlku verið hrint og var hún eitthvað hrufluð á eftir.
Síðan var óskað eftir lögreglu klukkan 05:22 en þar hafði stúlka sparkað í bifreið eftir að henni hafði verið vísað út af skemmtistaðnum.

Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Tveir á Reykjanesbraut og mældist sá sem hraðar ók á 187 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km og tveir á Njarðarbraut og mældist hraði þeirra 71 km. þar sem leyfður hámarkshraði er 50  km. Annar þeirra var einnig með útrunnin ökuréttindi.
Fjögur hávaðaútköll bárust.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25