Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nágrannavarsla tekin upp í Baldursgarði
Íbúar í götunni stilltu sér upp fyrir myndatöku ásamt fulltrúa Reykjanesbæjar.
Fimmtudagur 13. september 2018 kl. 09:03

Nágrannavarsla tekin upp í Baldursgarði

Íbúar í Baldursgarði í Keflavík hafa tekið upp nágrannavörslu og bætast í hóp fjölmargra íbúa í Reykjanesbæ sem hafa gert hið sama á síðustu misserum. Skilti hefur verið sett við innkeyrslu í götuna til að vekja athygli á vöktuninni.
 
Í nágrannavörslu gera íbúar með sér samkomulag um eðli nágrannavörslunnar í hvert sinn. Lágmarks nágrannavarsla felur í sér að íbúi taki að sér að skrá grunsamlega hegðun, bifreiðanúmer og lýsingu á fólki og tilkynni til lögreglu með því að hringja í símanúmerið 112.
 
Góður granni getur því til viðbótar m.a. tekið að sér að: Fylgjast með að póstur safnist ekki upp í bréfalúgu. Setja sorp í ruslatunnu yfirgefna hússins. Leggja bíl í heimreiðina við húsið. Draga frá og fyrir gluggatjöld í gluggum. Kveikja og slökkva ljós.
 
Ekki er ætlast til að þátttakendur í nágrannavörslu taki að sér löggæsluhlutverk eða grípi inn í atburðarásina, segir í kynningu á verkefninu. „Nágrannavarslan ein nægir ekki til að upplýsa og uppræta innbrot/skemmdir. Lögreglan vinnur að afbrotavörnum, rannsóknum og handtökum með góðri aðstoð íbúa á hverju svæði,“ segir í lýsingu á verkefninu.
 

Kristinn Óskarsson og Guðlaug María Lewis afhjúpa skilti í Baldursgarði sem sýnir að nágrannavarsla er í götunni. VF-mynd: Hilmar Bragi
 

 
Þessir notuðu ekki tækifærið til að stela borði á meðan íbúar voru í myndatöku. Þeir voru að undirbúa götugrill sem haldið var í tilefni tímamótanna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024