Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nágrannavarsla tekin upp á Sjafnarvöllum
Sunnudagur 5. júlí 2009 kl. 09:20

Nágrannavarsla tekin upp á Sjafnarvöllum


Nágrannavörslu hefur verið komið á Sjafnarvöllum í Reykjanesbæ. Íbúarnir hafa bundist samtökum um að gæta að eignum hvers annar og fylgjast með hýbílum þegar nágrannar eru að heiman.
Reykjanesbær tók formlega upp Nágrannavörslu síðasta sumar en verkefnið er samstarfsverkefni Umhverfissviðs Reykjanesbæjar og forvarnardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum.

Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, starfsmaður umhverfissviðs og Kristján Freyr Geirsson frá Lögregluni á Suðurnesjum afhentu íbúum götunnar merki og límmiða til að setja í rúður og á hurðir. Merki verkefnisins var komiðfyrir á staur við Sjafnarvelli.
Íbúar og nágrannar, í Reykjanesbæ, sem vilja taka upp formlega nágrannavörslu eru hvattir til að hafa samband við Jónu Hrefnu Bergsteinsdóttur starfsmann USK í síma 421-6700 eða á [email protected] Nauðsynlegt er að fá upplýsingar um ferli og kynningu áður en gata er útnefnd með „Nágrannavörslu“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024