Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nágrannar mótmæltu hugmyndum um rekstur gistiheimilis í bílskúr
Mánudagur 27. mars 2017 kl. 08:47

Nágrannar mótmæltu hugmyndum um rekstur gistiheimilis í bílskúr

Nágrannar í grónu hverfi í Njarðvík mótmæltu hugmyndum um rekstur gistiheimilis í heimahúsi. Tíu húseigendur við sömu götuna gerðu athugasemdir eftir að hugmyndir höfðu farið í grenndarkynningu.
 
Breytingarnar fólust m.a. í að breyta bílskúrsgluggum, fjarlægja bílskúrshurð og setja í staðinn glugga og inngangshurð. Á lóðinni átti einnig að koma fyrir palli og heitum potti, auk fimm bílastæða. Þá var óskað eftir því að setja glugga á norðurhlið íbúðarhúss, grafa frá húsinu og koma fyrir tröppum og aðgengi fyrir kjallara utan frá. Kjallarann átti svo að nýta sem þvottahús og geymslu.
 
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar, USK, hafnar breytingum á bílskúrnum og fjölgun bílastæða á lóðinni en gera að öðru leiti ekki athugasemdir við breytingu á húsnæðinu. Í athugasemdum við grenndarkynningu mótmæltu nágrannar hugmyndum um rekstur gistiheimilis. USK ráð tók undir þær athugasemdir. 
 
Skv. heimildum Víkurfrétta mun málið vera komið aftur til umfjöllunar hjá USK.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024