Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nágrannar mótmæla Paddy's
Veitingastaðurinn Paddys við Hafnargötu 38 í Keflavík. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 19. janúar 2015 kl. 14:04

Nágrannar mótmæla Paddy's

– bæjarráð aflar frekari gagna og frestar afgreiðslu.

Nágrannar veitingastaðarins Paddy's hafa sent bæjaryfirvöldum mótmælalista frá íbúum þar sem lagt er til að ekki verði endurnýjaður leigusamningur vegna Paddy's að Hafnargötu 38 í Keflavík.

Mótmælalistinn var tekinn fyrir í bæjarráði Reykjanesbæjar fyrir helgi þegar erindi Björgvins Ívars Baldurssonar vegna Hafnargötu 38 var til afgreiðslu.

Bæjarráð hefur ákveðið að afla frekari gagna og hefur frestað afgreiðslu um framtíð Hafnargötu 38 þar til nánari upplýsingar liggja fyrir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024