Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nágrannar kvarta vegna  starfsemi svínabús
Föstudagur 21. apríl 2023 kl. 06:11

Nágrannar kvarta vegna starfsemi svínabús

Íbúar Stóru-Vatnsleysu og nágrannar svínabúsins að Minni Vatnsleysu hafa sent bæjaryfirvöldum í Sveitarfélaginu Vogum erindi með kvörtun vegna starfsemi svínabúsins að Minni Vatnsleysu. Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga tók málið fyrir á síðasta fundi sínum en þangað hafði málinu verið vísað frá skipulagsnefnd. Í bréfinu gera nágrannar svínabúsins athugasemdir við mengun sem starfsemi svínabúsins hefur í för með sér.

Í afgreiðslu umhverfisnefndar segir að samkvæmt Umhverfisstofnun gilda fjarlægðarmörk ekki þar sem það á aðeins við um ný bú. Hinsvegar munu verða gerðar auknar kröfur til mengunarvarnarbúnaðar í endurútgefnu leyfi skv. Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, HES. Nefndin hefur áhyggjur af lyktarmengun frá búinu og óskar eftir því við HES að fá ný starfsskilyrði til umsagnar þegar þau verða auglýst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024