Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nágrannaerjur við Hafnargötu: Lögregla skerst í leikinn
Miðvikudagur 1. ágúst 2007 kl. 03:18

Nágrannaerjur við Hafnargötu: Lögregla skerst í leikinn

Til deilna kom á milli nágranna við Hafnargötu í Keflavík í gærdag.  Kvartaði annar þeirra yfir að bíl í eigu hins aðilans væri sífellt lagt fyrir aðkeyrslu að húsi sínu.
Fór lögreglan á staðinn.  Þar sem þetta átti við rök að styðjast var sektarmiði settur á bifreiðina.  Lögreglan var síðan kölluð aftur á staðinn skömmu síðar.  Hafði þá sá sem fékk sektarmiðann, hafist handa við það að rífa upp hellur á bifreiðaplani  nágrannans. Var manninum gert að láta af þessari háttsemi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024