Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Hafnafirði
	Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Hafnarfirði á mánudag hét Einar Ólafur Steinsson.
	Í tilkynningu frá lögreglunni segir að Einar Ólafur, sem var 56 ára, láti eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn.
Einar Ólafur er uppalinn í Keflavík og lék með körfuboltaliði Keflavíkur á árunum 1982-1983. Hann lést eftir fall úr byggingarkrana á vinnusvæði í Hafnarfirði.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				