Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nafn læknisins farið af vefsíðunni
Mánudagur 31. mars 2003 kl. 20:39

Nafn læknisins farið af vefsíðunni

Lýtalæknir í Reykjavík segir að eftir á að hyggja sé hægt að segja að vefsíða Plastic Surgery Iceland, þar sem auglýstar eru brjóstastækkunaraðgerðir, sé á gráu svæði. Síðan hafi hins vegar ekki verið hugsuð sem auglýsing fyrir hann persónulega. Upplýsingar um lækninn hafa nú verið fjarlægðar af síðunni. Guðmundur M. Stefánsson lýtalæknir segir tengsl sín við Elmar Þór Magnússon, framkvæmdastjóra Plastic Surgery Iceland í Garðinum og framkvæmdastjóra næturklúbbs í Keflavík, þannig að konur sem unnið hafi á klúbbnum hafi komið til Guðmundar á stofu hans ef þær vildu fara í brjóstastækkunaraðgerðir.Guðmundur taldi að með síðunni gætu konurnar kannað bakgrunn hans og menntun en hann er sérmenntaður í lýtalækningum frá Bretlandi en þaðan hafi flestar konurnar komið.
Í læknalögum segir að lækni sé einungis heimilt að auglýsa læknastarfsemi sína með efnislegum og látlausum auglýsingum í blöðum sem birta megi í hæsta lagi þrisvar og öðrum en læknum bannað að auglýsa starfsemi þeirra eða stuðla að því á annan hátt að sjúklingar Guðmundur telur þessa síðu ekki auglýsingu fyrir sig. Hann hafði gefið Elmari Þór leyfi til að nota nafn hans með því skilyrði að sjúklingarnir gætu haft beint samband við hann til að fá upplýsingar um aðgerðirnar áður en þeir kæmu til landsins.
Guðmundur telur að flest allir lýtalæknar á Íslandi hafi framkvæmd aðgerðir eða meðhöndlað konur sem hafi dansað á erótískum dansstöðum. Það hafi því verið nokkuð algengt að erlendar nektardanskonur hafi farið í slíkar aðgerðir hér á landi. Aðgerðirnar séu ódýrari hér og í nágrannalöndunum en annarsstaðar.

Myndin: Elmar Þór Magnússon framkvæmdastjóri Plastic Surgery Iceland í Garðinum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Frétt af vef Ríkisútvarpsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024