Næturfrost inn til landsins
Það verða vestan- og suðvestanáttir við Faxaflóann í dag samkvæmt verðurspá, 5-10 m/s, skýjað með köflum og skúrir eða slydduél, en hægari og léttir heldur til í kvöld. Fremur hæg norðlæg átt á morgun og bjartviðri. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn, en víða næturfrost í uppsveitum.?
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Vestan 5-10 m/s og dálitlar skúrir eða slydduél í dag. Hægari með kvöldinu og léttir heldur til. Fremur hæg norðlæg átt á morgun og bjartviðri. Hiti 2 til 7 stig í dag, en 0 til 5 stig á morgun.?
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:?
Norðlæg átt, 3-8 m/s, en heldur hvassara við austurströndina. Dálítil él um landið norðaustanvert, en skýjað með köflum eða bjartviðri sunnan- og vestantil. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast sunnanlands, en sums staðar vægt frost inn til landsins. ??
Á fimmtudag:?
Fremur hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og él á stöku stað. Hiti 0 til 6 stig, mildast við suðurströndina, en víða frost til landsins. ??
Á föstudag:?
Austlæg átt, 8-13 m/s og snjókoma, en slydda við suður- og suðvesturströndina. Hiti um og yfir frostmarki. ??
Á laugardag:
Norðlæg átt. Él norðan- og austantil, en annars fremur bjart. Heldur kólnandi veður.
Á sunnudag og mánudag:?
Útlit fyrir norðaustlæg átt. Víða dálítil él og kalt í veðri.