Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Næstum þriggja kílómetra gossprunga
Mánudagur 18. desember 2023 kl. 23:53

Næstum þriggja kílómetra gossprunga

Upphaf eldgossins norðan Grindavíkur í kvöld kom vísindamönnum á óvart. Aðdragandinn hafi verið skammur og atburðarásin í kvöld hafi verið hröð.

Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, segir við RÚV í kvöld að gossprungan sé 2.800 metra löng.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gossprungan er aðallega inni á svæði norðan vatnaskila en fer hugsanlega suður fyrir þau einnig. Þetta þýðir að hraun flæðir bæði til norðurs og í suðurátt til Grindavíkur.

Kristín segir gosið mun kraftmeira en það sem við höfum séð í Fagradalsfjalli.