Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Næstum 13.000 heimsótt Skessuna
Það getur verið kalt í hellinum hjá Skessunni eins og sjá má á þessari mynd Hilmars Braga.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 17. júní 2019 kl. 22:16

Næstum 13.000 heimsótt Skessuna

Alls höfðu 12.606 gestir heimsótt Skessuna í hellinum við smábátahöfnina í Gróf um síðustu mánaðamót frá því að sérstök talningarvél var sett upp við inngang skessuhellis um miðjan febrúar sl.

Menningarfulltrúi Reykjanesbæjar kynnti gestatölur hjá Skessunni á síðasta fundi menningarráðs. Í febrúar voru gestir Skessunnar 765, í mars 3.724, í apríl 2.932, og maí voru gestir í skessuhellinum alls 5.185 en í þeim mánuði var listahátíð barna í Reykjanesbæ og Skessan bauð þá í heimsókn og lummur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024