Næsta gosskeið í Brennisteinsfjöllum
– ein öld í næsta gos
Búast má við að næsta gosskeið á Reykjanesskaga hefjist í Brennisteinsfjöllum. Það gæti orðið eftir um eina öld. Hraun þaðan er ekki líklegt til að ógna flugvallarstæðinu í Hvassahrauni.
Stýrihópur sem skoðar möguleika á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni í Landi Sveitarfélagsnis Voga óskaði eftir mati á náttúruvá á flugvallarstæðum á Hólmsheiði og í Hvassahrauni. Í skýrslu ÍSOR er leitast við að svara meginspurningum um flugvallarstæði á þessum tveimur stöðum. Spurt var hvenær væru líkur á eldgosi sem gæti haft áhrif á flugvelli? Hvert kemur hraun til með að renna og yrðu flugvallarstæðin þá í hættu? og eru sprungur og/eða misgengi á flugvallarstæðunum sem eru líklegar til að valda vandræðum?
Í skýrslu ÍSOR kemur fram að hraun sem myndu ógna flugvallarstæði í Hvassahraunslandi myndu koma upp í Krýsuvíkurkerfinu. Miklar líkur eru á að aldir líði áður en Krýsuvíkurkerfið rumskar næst. Búast má við að næsta gosskeið á Reykjanesskaga hefjist í Brennisteinsfjöllum. Það gæti orðið eftir um eina öld. Hraun þaðan er ekki líklegt til að ógna flugvallarstæðinu í Hvassahrauni. Mjög litlar líkur eru á að sprungur og misgengi verði til vandræða á flugvallarstæðinu næstu aldir. Miðað við tímabil gosskeiða í þeim er langt í það næsta, jafnvel yfir 300 ár.