Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Næst mesta fólksfækkunin á Suðurnesjum
Þriðjudagur 21. desember 2010 kl. 15:31

Næst mesta fólksfækkunin á Suðurnesjum

Íbúar á Suðurnesjum voru 21.052 þann 1. desember síðastliðinn skv. upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Það nemur um 1,4% fækkunar milli ára en íbúar Suðurnesja voru 21.351 þann 1. desemer í fyrra. Þetta er næst mesta fólksfækkun á landinu en samtals fjölgaði Íslendingum um 643 milli ára eða 0.2%. Mest var fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu (0,7%) og á Norðurlandi eystra (0,3%). Á öðrum landsvæðum fækkaði íbúum mest á Vesturlandi (1,4%) og á eftir Suðurnesjum koma Austfirðingar (1,2%) en í öðrum landshlutum var fækkunin óveruleg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fleiri karlar búa á Suðurnesjum en konur eða 10.838 karlar á móti 10.214 konum. Degið hefur þó saman með kynjum þar sem körlum fækkaði hlutfallslega meira en konum á síðastliðnu ári eða um 1,7% á meðan konum fækkaði um 1,0%. Þetta er í samræmi við þróunina á landsvísu þar sem körlum fækkaði um 0,1% á meðan konum fjölgaði um hálft prósentustig. Á landinu öllu búa nú 159.872 karlar og 158.364 konur eða alls 318.236 íbúar.

Hagstofan hefur einnig birt tölur um mannfjölda eftir sóknum og í þeim má lesa að sóknarbörnum Þjóðkirkjunnar 16 ára og eldri, hefur fækkað hlutfallslega. Þann 1. desember síðastliðinn voru sóknarbörn í Þjóðkirkjunni 191.656 talsins en það er fækkun um 3.247 frá fyrra ári sem jafngildir hlutfallslegri fækkun úr 78.9% í 77,4% af öllum 16 ára og eldri. Þróunin í Kjalarnesprófastsdæmi er eitthvað á sömu leið og er örlítið meiri en fólksfækkunin. Í ár eru sóknarbörnin í prófastsdæminu 39.693 en á síðasta ári voru þau 40.145 sem er fækkun upp á 2,2%.

Samtals eru íbúar Suðurnesja 16 ára og eldri 15.816 talsins og þar af eru 3.243 sem ekki tilheyra Þjóðkirkjunni eða 20,5%. Á síðasta ári voru 16 ára og eldri hins vegar 15.997 og þar af voru 3.217 ekki í Þjóðkirkjunni eða 20,1%. Á Suðurnesjum tilheyra því hlutfallslega fleiri Þjóðkirkjunni en á landinu öllu.