Næsland sýknað af bótakröfu Hótels Keflavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag kvikmyndafélagið Næsland ehf. af bótakröfu Hótels Keflavíkur ehf. Næsland pantaði hótelherbergi í tengslum við tökur á samnefndri kvikmynd en afpantaði þau síðan. Hótelið krafðist bóta, en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri talið að afbókunarskilmálar hótelsins hefðu verið gerðir kunnugir Næslandi með þeim hætti að þeir væru bindandi fyrir félagið.
Þetta kom fram á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is