Nærri 600 nýir íbúar á Suðurnesjum síðustu 8 mánuði
Íbúum í Reykjanesbæ fjölgaði um 446 frá 1. Desember 2018 til 1. ágúst 2019. Fjölgunin nemur 2,4% og er hlutfallslega mest á landinu meðal stærstu sveitarfélaganna. Fjölgunin á Suðurnesjum að meðtöldum Reykjanesbæ nemur 586 íbúum eða 2,2% og er 3% í Grindavík þar sem nú búa 3.498 manns. Í fjórum sveitarfélögum á Suðurnesjum búa nú samtals 27.635 manns.
Íbúar í Reykjanesbæ voru 1. ágúst sl. 19.328 og situr bítlabærinn nokku örugglega í 4. sæti yfir stærstu sveitarfélög landsins en Akureyri sem var áður 4. stærsti bær landsins er nú með 19.031 íbúa og er fimmta stærsta sveitarfélag landsins.
Nýjustu tölur frá Suðurnesjum eru þessar:
Reykjanesbær 19.328 (446 nýir íbúar síðan 1. des. 2018)
Grindavíkurbær 3.498 (101 nýr íbúi síðan 1. des. 2018)
Suðurnesjabær 3.523 (41 nýr íbúi síðan 1. des. 2018)
Sveitarfélagið Vogar 1.286 (2 færri íbúar síðan 1. des. 2018)