Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nærri 5 þúsund manns heimsóttu Geldingadali á einum degi - teljari settur upp
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 25. mars 2021 kl. 14:25

Nærri 5 þúsund manns heimsóttu Geldingadali á einum degi - teljari settur upp

Tæplega fimm þúsund manns fóru á gosstöðvar í Geldingadal í gær 24. mars en þá var settur upp teljari á vegum Ferðamálastofu á stikaðri gönguleið að eldgosinu í Geldingadölum. Teljarinn mælir gangandi umferð til og frá gosslóð og sendir frá sér uppfærslu einu sinni á sólarhring. Tæplega 5 þúsundum manns sóttu gosstöðvar heim þennan fyrsta dag sem talið var.

Tölur unnar upp úr talningargögnum eru nú aðgengilegar í Mælaborði ferðaþjónustunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

https://www.maelabordferdathjonustunnar.is/is/gosslod-geldingadalir

Gögnin munu nýtast við skipulagningu og ákvarðanatöku Almannavarna og fleiri aðila sem koma að starfsemi á svæðinu, fyrir utan að vera til gagns og gamans fyrir almenning.

Uppsetning og viðhald teljara er í höndum telja.is og gagnavinnsla og sjónræn framsetning er unnin af Ferðamálastofu.

Sem fyrr segir á má nálgast gögnin í Mælaborði ferðaþjónustunnar og þar eru einnig tölulegar upplýsingar um fjölda gesta á yfir 20 öðrum vinsælum áfangastöðum sem taldir eru með sama hætti.