Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nærri 40.000 lásu vf.is
Vefur Víkurfrétta er mikið sóttur þessa dagana.
Mánudagur 1. febrúar 2016 kl. 10:14

Nærri 40.000 lásu vf.is

Nærri 40.000 netnotendur lásu vef Víkurfrétta, vf.is, í síðustu viku. Samtals voru þeir 39.802. Þetta er mesti fjöldi sem sótt hefur síðuna á einnig viku frá upphafi. Þetta er þó ekki met því haustið 2014 voru notendur rúmlega 44.000 talsins. Þá var „gos“ í Gunnuhver sem vakti athygli á landsvísu.

Innlitin í síðustu viku voru 74.885 en mest sóttu einstöku fréttir voru um tiltekt í Landsbankanum í Reykjanesbæ, kynjamerkingar í Akurskóla og sérstakt fagn á körfuboltaleik í Keflavík. Þá voru myndir frá þorrablótum mjög vinsælar en flettingar í myndasöfnum skipta hundruðum þúsunda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024