Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nærri 200 hjólbörðum stolið á bílaleigu
Þriðjudagur 18. desember 2018 kl. 13:33

Nærri 200 hjólbörðum stolið á bílaleigu

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú þjófnað á 180 – 200 dekkjum sem stolið var frá bílaleigu í umdæminu nýverið. Auk dekkjanna var Samsung sjónvarpi stolið.

Sá eða þeir sem þarna voru á ferð höfðu brotið upp hurð baka til í fyrirtækinu og komist þannig inn. Um var að ræða negld Infinity dekk og er verðmæti þeirra allt að 1.8 milljónum króna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024