Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 22. september 2003 kl. 12:28

Nælir Blái herinn sér í 4 milljónir króna?

Föstudaginn 26. september mun dómnefnd um Norrænu náttúru- og umhverfisverðlaunin tilkynna hver hlýtur verðlaunin árið 2003. Verðlaunin eru 350.000 danskar krónur eða um 4 milljónir íslenskra króna. Tilkynnt verður um vinningshafa á fréttamannafundi þann 26. september í þinghúsinu í Stokkhólmi. Dómnefndin hefur þegar ákveðið að verðlaunin í ár verði veitt „einum eða fleirum ungum einstaklingum eða ungmennasamtökum sem hafa náð miklum árangri í umhverfismálum. Vinningshafi skal einnig að hafa lagt sitt af mörkum til að vekja vitund  barna, unglinga og fullorðinna um umhverfismál.”

Byggt á þessum skilyrðum hefur dómnefndin valið tíu aðila úr þeim fjölda tilnefninga sem bárust. Þeir eru:

Landssamtökin náttúra og ungt fólk, Danmörku

Skólaþjónustan í dýragarðinum, Danmörku

4H samtökin í Hyvinkää, Finnlandi

Náttúru og umhverfissamtök barna og unglinga, Finnlandi

Nemendur Hamarskóla og Barnaskóla Vestmannaeyja, Íslandi

Umhverfissamtökin Blái herinn, Íslandi

Náttúra og ungt fólk, Noregi

Blekkulf umhverfisspæjararnir, Noregi

Stofnun Gösta Frohms Skogsmulle, Svíþjóð

Naturewatch Baltic,  Svíþjóð

Verðlaunin verða afhent við athöfn sem haldin verður í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Den gamle Loge í Ósló þann 28. október n.k.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024