Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Náði mögnuðu augnabliki í eldingaveðri
  • Náði mögnuðu augnabliki í eldingaveðri
Mánudagur 3. október 2016 kl. 10:43

Náði mögnuðu augnabliki í eldingaveðri

Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Allt hreint í Reykjanesbæ, náði mögnuðu augnabliki nú í morgun þegar TF-GAY, vél WOW air varð fyrir eldingu í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli.

Halldór tók myndina frá höfuðstöðvum Allt hreint við Holtsgötu og má sjá hvar eldingin fer í trjónu vélarinnar og áfram út um stél og væng hennar. Myndina birti hann á fésbókarsíðu sinni.

Vélin kom ekki aftur inn til lendingar, heldur hélt áfram flugi sínu til Parísar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024