Myrkvuð Hafnargata
Einhverjir hafa eflaust undrað sig á myrkri sem umlykti Hafnargötuna í Reykjanesbæ í morgun. Ekki var kveikt á neinum ljósastaurum í morgunsárið og nótt, en að sögn Guðlaugs Sigurjónssonar hjá Reykjanesbæ er ekki um sparnaðaraðgerð að ræða. Upp kom smávægileg bilun sem verið er að vinna í þessa stundina.