Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 29. ágúst 2000 kl. 14:16

Myndlistarnámskeið hjá Reyni Katrínar

Myndlistarnámskeið hefst 11. september n.k. í Svarta pakkhúsinu. Námskeiðið er á vegum Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ og kennari er Reynir Katrínarson, myndlistarmaður. Kennt verður á mánudögum frá kl.17-22. Námskeiðið er bæði ætlað fyrir byrjendur og lengra komna. Kennd verður grunnteikning og þegar líður á verður farið í litameðferð. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Reyni í símum 421-7142/861-2004. Þess má geta að Reynir og Sossa sína verk sín í Svarta pakkhúsinu á Ljósanótt í Reykjanesbæ nk. laugardag. Sýningin er opin frá kl. 14-20 og er öllum velkomið að kíkja við og njóta góðrar myndlistar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024