Myndirnar sem fengu sérsveitina til að vígbúast
Víkurfréttir hafa komist yfir myndir sem fengu sérsveit ríkislögreglustjóra til að vígbúast og ráðast til inngöngu á heimili í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Maðurinn var með skotvopn, hnífa og sprengiefni í íbúð sinni. Hann tók á móti sérsveitarmönnum vopnaður hnífi en var yfirbugaður skjótt og handtekinn. Við leit á heimili hans fannst rörasprengja og 22ja kalibera byssa sem m.a. er notuð til að aflífa dýr.
Eins og áður hefur komið fram var það einkennilegt háttarlag mannsins á samfélagsvefnum Facebook sem vakti grunsemdir og myndir af manninum með vopn, myndir af ætluðu sprengiefni og af því þegar fiskikar var sprengt.
Hér má sjá fiskikar eftir að það hefur verið sprengt. Efri myndin sýnir ætlað sprengiefni.
Myndir af facebook