Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Myndir: Krakkarnir í Heiðarseli grjóðursetja
Þriðjudagur 2. júlí 2013 kl. 17:20

Myndir: Krakkarnir í Heiðarseli grjóðursetja

Heiðarsel, Heiðarskóli og Garðasel vinna sameiginlega að verkefninu Gryfjan. Gryfjan er malarnáma úti í Heiðarholti sem er verið að græða upp. Kennarar og börn frá Heiðarseli hafa verið dugleg að fara í Gryfjuna í vor og sumar með lífrænan úrgang úr eldhúsi leikskólans eins og ávaxtahíði, eggjaskurn og kaffikorg.

Í leikskólanum starfar mjög áhugasamur kennari um umhverfismennt og hefur hún verið að koma með hrossaskít, fiskimjöl, hænsnaskít og tjráplöntur að heiman til að gróursetja í Gryfjunni.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir þar sem börnin eru að fara með efnivið á vagninum út í Gryfju að vinna og huga að gróðrinum. Einnig má sjá þar sem börnin eru að gróðursetja Ilmreyniplöntur sem þau mældu og skráðu svo hjá sér málin, seinna á svo að fara aftur og mæla til að sjá hvað plönturnar hafa stækkað mikið. Þetta verkefni veitir börnunum mikla gleði í leikskólastarfinu.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25