Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Myndir: Fjölmennt lögreglulið leitar víða í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 2. apríl 2009 kl. 20:04

Myndir: Fjölmennt lögreglulið leitar víða í Reykjanesbæ


Fjölmennt lögreglulið er við leit að belgískum karlmanni sem slapp úr haldi lögreglunnar á Suðurnesjum nú síðdegis. Maðurinn er fæddur 1988, klæddur í bláar gallabuxur, brúna mokka úlpu og dökka skyrtu. Maðurinn er svarthærður með brún augu. Hann var í handjárnum þegar hann lagði á flótta frá lögreglunni.

Íbúar í Reykjanesbæ hafa veitt athygli mikilli umferð lögreglubíla um götur bæjarins. Fjölmennt lögreglulið leitaði einnig í grjótgarði við Vatnsnes í Keflavík síðdegis. Þá er leitað í bílum á leið út úr bæjarfélaginu.

Engar upplýsingar er að hafa hjá lögreglu um það hvort maðurinn sé talinn hættulegur, en ljóst má vera af viðbúnaði lögreglu að mikil áhersla er lögð á að finna manninn, sem er í handjárnum, eins og fyrr greinir.



Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson, nú síðdegis og í kvöld þegar leit stóð yfir í grjótgarði á Vatnsnesi, af lögreglubíl utan við Röstina á Hrannargötu, þar sem eru leigð út herbergi og af lögreglu utan við útibú Kaupþings í Reykjanesbæ. Þar hafði lögreglan stöðvað mann sem svipaði til þess eftirlýsta. Honum var sleppt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan stöðvaði mann við Kaupþing í Reykjanesbæ sem svipaði til þess eftirlýsta.