Myndir - Konungleg heimsókn í Keflavík
Dannebrog, snekkja danska kóngsins, er stödd undan Keflavíkurhöfn þessa stundina. Ástæða heimsóknarinnar til Reykjanesbæjar er ekki vituð en snekkjan kom fyrir Reykjanes og hefur verið á siglingu undan suðurströnd landsins.
Dannebrog er 78,94 metrar að lengd og 10 metra breið.
Ljósmyndari Víkurfrétta flaug til móts við snekkjuna og smellti af henni nokkrum myndum nú síðdegis.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Sjá myndasafn að neðan