Myndband: Risa olíuskip mætt til Helguvíkur
Dælir 40.000 tonnum af flugvélaeldsneyti á hálfum sólarhring.
Stærsta olíuskip sem komið hefur til Helguvíkur lagðist þar að bryggju í nótt. Skipið er 218 metrar að lengd og vegur 42.700 tonn. Dæla skipsins nær um 40.000 tonnum af flugvélaeldsneyti í land á rétt um hálfum sólarhring.
Með þessum farmi er komið meira flugvélaeldsneyti á land í Helguvík fyrir Keflavíkurflugvöll en allt árið 2013. Sjá má ferlíkið í myndbandi hér að neðan.