Það var tilkomumikið að sjá þegar kínverska flutningaskipið AAL Nanjing kom með nýja Marriott hótelið við Aðaltorg í Keflavík til Helguvíkurhafnar 7. ágúst sl. Um borð voru 78 stáleiningar með 150 herbergi hótelsins sem nú rís hratt við Aðaltorg en samnefnt byggingarfélag stendur að framkvæmdunum.