Myndband: Harkalega farið með farangur
Starfsmaður Airport Associates sést fleygja töskum í farangursrými
Airport Associates, hefur verið harðlega gagnrýnt á samfélagsmiðlum í dag eftir að myndband sem sýnir harkalega meðferð á farangri leit dagsins ljós. Fréttamaðurinn Röngvaldur Már Helgason náði myndbandi þar sem starfsmaður Airport Associates sést henda töskum í farangursrými flugvélar WOW air eins og sést hér að neðan.
Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates var í viðtali á Vísi þar sem hann sagðist eiga erfitt með að tjá sig um málið. „Ég á erfitt með að tjá mig um þetta. Ekki hægt að dæma af þessu broti, eða erfitt, hvort þetta flokkast undir harkalega meðferð. En, þetta verður skoðað nánar,“ segir Sigurþór í viðtalinu.