Myndband: Dauðar kríur í hundraðatali við Norðurkot í Sandgerði
Kríur í hundraðatali liggja dauðar á vegkafla við Norðurkot í Sandgerði en þar er eitt stærsta kríuvarp landsins. Varpland fuglanna er beggja vegna við veginn og því verður það oft svo að vegurinn fyllist hreinlega af fuglum. Bæði fullorðnir fuglar og ungar sækja í hitann á malbikinu og því er hann oft þétt setinn á sólardögum.
Ökumenn sem fara þarna um þurfa því oftast að keyra með aðgát og bíða eftir því að fuglarnir fari af veginum. Oft þarf þolinmæði og nokkur létt slög á bílflautuna til. Það gera hins vegar ekki allir og því er aðkoman eins og sjá má í eftirfarandi myndbandi sem blaðamaður Víkurfrétta tók á ferð sinni um svæðið. Eins og sjá má þá er vegurinn þakinn hræum.