Myndband af björgun Wilson Muuga
Víkurfréttir hafa tekið saman myndband af björgun flutningaskipsins Wilson Muuga í Hvalsnesfjöru síðdegis. Björgunaraðgerðir gengu eins og í sögu, utan þess að einn dráttarbáturinn fékk tóg í skrúfuna. Það var skorið úr með hraði og tafði ekki aðgerðir. Í meðfylgjandi myndbandi er atburðarásin sýnd en myndbandinu lýkur svo með viðtölum sem Víkurfréttir áttu á vettvangi í kvöld.
Mynd: Dráttarbáturinn Léttir við Wilson Muuga að sækja dráttartaug. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Myndbandið af björguninni: Smellið hér!