Myndavél og tölvuturni stolið
Brotist var inn í íbúð að Vesturbraut í Keflavík í dag. Var rúða brotin í íbúðinni og þaðan stolið Kodak myndavél með hleðslutæki og höfðu þjófarnir einnig Pentium tölvuturn á brott. Lögreglunni í Keflavík barst tilkynning um innbrotið kl. 13:02 í dag.
Þá var einnig tilkynnt um árekstur og afstungu skömmu eftir 17:30 í dag. Að öllum líkindum hefur áreksturinn átt sér stað við verslunina Samkaup í Njarðvík, skemmdir voru á vinstra afturhorni bifreiðarinnar sem er af gerðinni Toyota Yaris og er ljósgrá að lit.