Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Myndasafn: Vinnuskólinn í sjónum
Fimmtudagur 16. júní 2005 kl. 15:24

Myndasafn: Vinnuskólinn í sjónum

Krakkarnir í Vinnuskóla Reykjanesbæjar fengu heldur betur að skemmta sér þegar menn frá Kef Jet í Keflavík fóru með krakkana niður að höfn og drógu þau um á stórum gúmmí banana. Sumir fóru einnig í ferð á Jet-Ski um höfnina og skemmtu allir sér konunglega.

Sumir létu ekki hraðar ferðir á gúmmí banana duga því nokkrir stukku af höfninni og bátum ofan í ískaldan sjóinn. Frábært veður var í gær en þetta er fyrsti hópurinn frá bæjarvinnunni sem fer með Kef Jet á sjóinn.

Ljósmyndari Víkurfrétta skellti sér niður á höfn og ljósmyndaði krakkana í blíðskaparveðri úr mótorknúnum gúmmí bát.

Þú getur nálgast myndasafnið hér.

VF-myndir: Atli

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024