Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Myndasafn: Varðan opnuð formlega
Þriðjudagur 18. apríl 2006 kl. 11:12

Myndasafn: Varðan opnuð formlega

Varðan, nýr miðbæjarkjarni í Sandgerði, var opnaður formlega með viðhöfn fyrir páska. Fjöldi gesta var mættur á opnunarhátíðina til að fagna þessum tímamótum og skoða húsakynnin. Eru þessar myndir teknar við það tækifæri.

Varðan hýsir nú bæjarskrifstofur Sandgerðisbæjar og bókasafn. Þá er í byggingunni miðlægt eldhús og veislusalur, Sparisjóðurinn er væntanlegur í húsið, heilsugæsla og hársnyrtistofa. Þá eru í húsinu 11 íbúðir en en það er byggt í samvinnu við Búmenn.
Arkitekt hússins er Guðrún Jónsdóttir og byggingarverktaki var Húsagerðin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024