Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Myndasafn: Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja
Laugardagur 9. júlí 2005 kl. 19:17

Myndasafn: Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja

Meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja lauk í dag en um 180 manns tóku þátt í mótinu. Veðrið lék ekki við kylfingana þessa meistaramótsviku en aflýsa varð þriðja hring hjá fjórum flokkum í gær.

Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Heiður Björk Friðbjörnsdóttir unnu sína flokka með yfirburðum og eru því klúbbmeistarar Golfklúbbs Suðurnesja árið 2005.

Fyrir utan baráttu við veðurguðina tókst mótið vel að sögn mótsstjórnar.

Ljósmyndari Víkurfrétta leit við á mótinu og tók eftirfarandi myndir sem birtast í myndasafni hér á vefnum.

Þú getur nálgast myndasafnið hér.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024