Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Myndasafn: Gossprungan jafn langt í norður og í desembergosinu
Föstudagur 23. ágúst 2024 kl. 02:53

Myndasafn: Gossprungan jafn langt í norður og í desembergosinu

Gossprungan núna nær jafnt langt í norður og sprungan náði sem opnaðist í eldgosinu 18. desember á síðasta ári.

Áfram er talsverð skjálftavirkni við norðurenda gossprungunnar. Jarðskjálftavirknin hefur verið viðvarandi síðan kvikuhlaupið fór af stað og gos hófst í kjölfarið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Klukkan 22:37 mældist skjálfti að stærð 4. Upptök skjálftans voru um 3 km norðaustur af Stóra-Skógfelli.

Hraunrennsli er til austurs og vesturs. Ekkert hraunrennsli er í átt að Grindavík.

Heildarlengd sprungunnar er um fjórir kílómetrar. Þegar þetta er skrifað rétt fyrir kl. 03 er talið ólíklegt að gossprungan muni lengjast til suðurs. Hins vegar er ekki hægt að útiloka að sprungan lengist lengra til norðurs.

Eldgos við Stóra-Skógfell 22. ágúst 2024