Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Myndasafn frá fótboltahátíð á vf.is
Föstudagur 20. maí 2005 kl. 18:15

Myndasafn frá fótboltahátíð á vf.is

Nýtt myndasafn er komið á vef Víkurfrétta en þar má finna myndir frá veislu sem Landsbankinn hélt í upphafi Íslandsmótsins, fyrir leik Keflavíkur og FH í Landsbankadeild karla.

Mikið var um dýrðir þar sem boðið var upp á snittur og léttar veitingar. Við það tækifæri skrifaði knattspyrnudeildin undir styrktarsamninga við öfluga stuðningsmenn, þ.e. Olís, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Fríhöfnina og Húsasmiðjuna.

Á meðal skemmtiatriða var tónlistarflutningur frá Hafnarfjarðarmafíunni, stuðningssveit Keflavíkur og sjálfur Rúnar Júlíusson.

Eftir athöfnina tók við leikurinn, en hátíðarstemmningin dvínaði hjá helmingi stuðningsmanna eftir því sem nær dró leikslokum.

Myndasafnið má finna efst á síðunni.

VF-myndir/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024