Myndarlegar og hnausþykkar Víkurfréttir í þessari viku
Það er heldur betur myndarlegt blað hjá Víkurfréttum í þessari viku. Guðfaðir knattspyrnunnar í Grindavík, Jónas Þórhallsson, er í stóru viðtali við Víkurfréttir. Það eru fleiri viðtöl úr Grindavík, því Ingibergur Þór Jónasson hefur gaman af því að taka ljósmyndir í frístundum og hann sýnir okkur nokkrar myndir úr safni sínu.
Guðmundur Brynjólfsson djákni er í viðtali við Víkurfréttir og þá vorum við á brottfarartónleikum þriggja tónlistarnema við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Við fjöllum um sjálfbær Suðurnes, segjum fréttir af fundi Samtaka iðnaðarins á Suðurnesjum og FS-ingur og Ungmenni vikunnar eru á sínum stað.
FKA-kona mánaðarins er í viðtali við blaðið og þá segjum við frá nýju lagi Más Gunnarssonar.
Rafræn útgáfa Víkurfrétta er hér að neðan en prentaðri útgáfu verður dreift á alla okkar dreifingarstaði á miðvikudagsmorgun.