Myndarlegar og bleikar Víkurfréttir
Víkurfréttir eru komnar út. Í fréttinni má nálgast rafræna útgáfu blaðsins en prentaðri útgáfu verður dreift á alla okkar dreifingarstaði á Suðurnesjum í fyrramálið, miðvikudagsmorgun.
Í blaði vikunnar er fjölbreytt efni. Við fjöllum myndarlega um vígslu á nýju orgeli Keflavíkurkirkju í máli og myndum. 50 ára afmæli leikskólans Gimli í Njarðvík eru gerð skil. Við segjum frá Lightsnap sem er App sem ungur Grindvíkingur vinnur að og er að gera góða hluti í Svíþjóð. Við ræðum við höfunda „Fyrsta kossins“ og menningarverðlaunahafi í Grindavík er í viðtali.
Á íþróttasíðu er það gervigras og borðtennis auk annarra íþróttafrétta. Fastir liðir eru svo á sínum stað eins og aflafréttir, lokaorð og Jón Steinar sýnir lesendum flottar myndir úr drónanum.