Fimmtudagur 12. janúar 2023 kl. 11:50
Myndarleg brandugla við Ránarvelli
Hún var heldur betur myndarleg branduglan sem stillti sér upp fyrir Gísla Óla við Ránarvelli í Keflavík í vikunni. Uglur eru sjaldséðar í byggð en þær hafa þó gert meira vart við sig undanfarnar vikur og tengist það örugglega óveðri, snjó og kulda.