Mynd komin á Miðbæjarhúsið
Framkvæmdir við Miðbæjarhúsið í Sandgerði eru komnar vel á veg og er nú búið að steypa upp þriðju hæðina á húsinu. Húsið verður um 2700 m² og er gert ráð fyrir að það verði tekið í notkun í ágúst á næsta ári.
Á fyrstu hæð hússins verður bókasafn, fjölnotasalur, þjónustueldhús, þjónusturými og fjórar þjónustuíbúðir. Á annarri hæð verða bæjarskrifstofur, þjónusturými og íbúð. Á 3. hæð verða 9 Búmannaíbúðir, 50-60 m² að stærð með glæsilegu útsýni frá svölum.
Bílastæði verða sunnan og austan við húsið, en útivistarsvæði með stéttum, göngustígum, tjörn og fjölskyldugarði að vestan.
Í samantekt Guðfinns Þórðarsonar, byggingarfulltrúa, segir að það sé ætlun bæjaryfirvalda að skapa líf í húsinu og verður leitast við að gera bókasafnið sem nútímalegast og bjóða upp á ýmsar nýjungar sem nútíma bókasöfn bjóða upp á fyrir fólk á öllum aldri. Þá verður mikil breyting verður á vinnuaðstöðu og aðgengi að bæjarskrifstofunum.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Á fyrstu hæð hússins verður bókasafn, fjölnotasalur, þjónustueldhús, þjónusturými og fjórar þjónustuíbúðir. Á annarri hæð verða bæjarskrifstofur, þjónusturými og íbúð. Á 3. hæð verða 9 Búmannaíbúðir, 50-60 m² að stærð með glæsilegu útsýni frá svölum.
Bílastæði verða sunnan og austan við húsið, en útivistarsvæði með stéttum, göngustígum, tjörn og fjölskyldugarði að vestan.
Í samantekt Guðfinns Þórðarsonar, byggingarfulltrúa, segir að það sé ætlun bæjaryfirvalda að skapa líf í húsinu og verður leitast við að gera bókasafnið sem nútímalegast og bjóða upp á ýmsar nýjungar sem nútíma bókasöfn bjóða upp á fyrir fólk á öllum aldri. Þá verður mikil breyting verður á vinnuaðstöðu og aðgengi að bæjarskrifstofunum.
VF-mynd/Þorgils Jónsson