MYND DAGSINS - TAKA 2: Skák og mát!

Við sögðum ykkur frá snillingum í bílastæðalagningum í Krossmóanum í morgun. Þar varð einn risastór hrærigrautur þar sem fjöldi bifreiða var lokaður inni þar sem snjórinn huldi línur á bílastæðinu og fólk vissi ekki alveg hvar það átti að leggja bílunum sínum.
 
Um hádegið í dag tókst að leysa úr þeirri flækju en ekki tók betra við nú síðdegis. Þá varð til framhald af æfingum morgunsins á svipuðum slóðum á planinu við Krossmóa. Í þessu tilviki má segja að einn bíleigandinn sé alveg skák og mát!.
 
Hvernig verður þetta á morgun?
 
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson