Myllubakkaskóli styrkti Velferðarsjóð
Nemendur í Myllubakkaskóla héldu jólaskemmtun með frumsömdum atriðum í Kirkjulundi á dögunum. Á skemmtuninni söfnuðu börnin framlögum í Velferðarsjóð Suðurnesja. Alls söfnuðust tæplega 30 þúsund krónur og afhenti Kristný Rós Gústafsdóttir, Hjördísi Kristinsdóttur framlagið sem rennur óskipt í Velferðarsjóðinn. Ástæða er til þess að þakka þessum ungmennum fyrir fórnfúst starf og ómetanlegt framlag á jólahátíðinni.